fbpx

CarPro Leirsett – Ultra fine/fine/medium

Leirsettið frá Carpro inniheldur 3 tegundir af leir, þeir eru í þremur grófleikum eftir því hve óhreint lakkið er.

Kosturinn við leir er sá að hann nær að hreinsa burt öll óhreinindi sem setjast ofan í glufur og rispur í lakkinu sem valda ójöfnum. 

Eftir leirun verður lakkið bæði fallegra og sléttara.

Notkunarleiðbeiningar:

  • Þrífið allan bílinn vel og skolið.
  • Bleyta skal þann flöt sem á að leira með sápuvatni og bleyta leirinn upp úr sápuvatninu.
  • Fletja skal út lítið stykki af leirnum í slétta “pönnuköku”.
  • Renna skal leirnum í hægri-vinstri/upp og niður hreyfingu þar til allt viðnám í lakkinu hverfur og áferð verður slétt.
  • Skola skal bílinn og þurrka.

Ef þú lendir í því að leirinn dettur í gólfið eða á skítugann flöt er hann búinn að smitast af óhreinindum og skal farga honum.  Það má alls ekki nota leir aftur á lakk ef hann er orðinn óhreinn. 


		

3.990kr.

Vörur okkar eru til sölu hjá okkur í Dalshrauni 24.

Sambærilegar vörur

Scroll to Top