Cquartz Dlux kit., Felgu- og Plastvörn

Cquartz Dlux er háþróaðasta plast og felgu keramík húð sem er fáanleg á markaðnum í dag. Unnið úr hágæða lífrænum kísil. Ólíkt öðrum vörum fyrir plast að þá endurheimtir Dlux upprunalegt útlit og verndar plastið í tvö ár eða lengur með því að nota einstaka nanosamsetningu. Gerir það Dlux kleift að binda sig betur við plastið sem eykur endingartíma.
Þar að auki er Dlux með stóraukið þol gegn miklum hita sem gerir það fullkomið fyrir felgur og bremsubúnað.

Eiginleikar: 

 • Hitaþol yfir 426°C
 • Mjög auðvelt í notkun
 • Framúrskarandi UV vörn
 • Fjölnota: Plast, felgur og gúmmí
 • Meðalnotkun á 4 felgur og plast “trim” fleti = 10ml

Notkunarsvæði:

 • Plast “trim”
 • Gúmmí “trim”
 • Vélarsalur
 • Ljósabúnaður á bíl
 • Felgur
 • Dekk
 • Málm “trim”
 • Púst stútar
 • Króm
 • Plast hjólaskálar

Undirbúningur fyrir Dlux húðun:

 • Passið að yfirborð sé þurrt og kalt (ekki bera á heit svæði eða í sólarljósi)
 • Þrífið yfirborðið með alhliða hreinsiefni eins og MultiX sem dæmi
 • Hreinsið með blautum örtrefjaklút til að fjarlægja öll hreinsiefni af yfirborðinu
 • Þurrkið yfirborðið
 • Strjúkið yfir með CarPro Eraser eða IPA hreinsiefni og leyfið plastinu að þorna í 20 mínútur áður en húð er borin á

Leiðbeiningar fyrir Dlux Húðun

 • Dreifið nokkrum dropum af Dlux í hvíta klútinn og dreifið jafnt yfir lítil svæði í einu
 • Mjög mikilvægt er að vinna eitt svæði í einu
 • Byrjið á öðrum endanum á þeim fleti sem verið er að vinna
 • Dreifið jafnt og þétt úr efninu og passið að Dlux húðin sé ekki of þunn, eftir eina mínútu ætti ekki að fara með klútinn aftur yfir sama flöt.
 • Á hrjúfu yfirborði þarf ekki að þurrka af, eingöngu passa að bera jafnt lag yfir allt svæðið

Varúðarrástafanir

 • Leyfið efninu að jafna sig í 1-3 klukkustundir áður en vatn kemst í snertingu. Ef flöturinn blotnar fyrstu 24 klst skal passa að þurrka vatnið af áður en það þornar
 • Eftir 3 daga má þrífa bílinn eins og vanalega
 • Alltaf skal nota hanska þegar verið er að nota Dlux
 • Ekki nota í öðrum tilgangi en gefið er upp

5.990kr.

Vörur okkar eru til sölu hjá okkur í Dalshrauni 24.

Sambærilegar vörur

Scroll to Top