Cquartz UK 3.0 kit – Lakkvörn

Ný og endurbætt útgáfa.

Cquartz UK er harðasta keramík húð sem fæst á markaðnum í dag, efnið er unnið úr kísildíoxíð (SIO2)(70% af innihaldi Cquartz), þetta er fyrsta varan á markaðnum sem inniheldur svona mikið magn af hreinu SIO2.

Kísildíoxíð (SIO2) situr í fjórða sæti yfir hörðustu steinefni sem finnast í heiminum, skapar það mjög tæra og fallega húð yfir lakkið, hrindir frá sér vatni og gefur góða endingu.
Ekki er þörf á að bóna bílinn ef búið er að bera á hann Cquartz UK.

Eitt af helstu kostum Cquartz UK útgáfunnar er hve auðvelt það er í notkun, er hægt að bera það á bílinn í köldu eða heitu veðri án vandræða, geta því flestir unnið með þetta efni sjálfir.

Cquartz UK er harðara en hefðbundin glæra á bíl og eykur því þol bílsins gegn rispum og hrindir hann betur frá sér óhreinindum td. tjöru og salti.

Hægt er að bera Cquartz UK á lakk,felgur og málm

Þessi pakki inniheldur

 • 1x 30ml einingu af Cquartz UK
 • 5x litla klúta til að bera Cquartz á með.
 • 1x stórann klút til að þurrka af
 • 100ml af CarPro Reload bóni
 • Púða til að bera Cquartz á bílinn.

Notkunarleiðbeiningar:

 • Þrífa skal bílinn mjög vel og hreinsa hann af öllum óhreinindum, helst skal leira bílinn og þvo með IRON X til að ná fram betri endingu.
 • Vefjið klútnum utan um kubbinn sem fylgir með pakkanum
 • Hristið Cquartz flöskuna vel
 • Takið flöskuna og leggjið ofan á klútinn og látið lítinn vökva fara í klútinn.
 • Berið efnið á flötinn frá hægri-vinstri, upp og niður, best er að bera á einn flöt í einu og þurrka af.
 • Notið stærri klútinn til að þurrka af bílnum áður en efnið verður stíft.
 • Passið að þurrka allt efnið af áður en þið farið yfir á næsta flöt/panel
 • 1+ klst eftir að búið er að þurrka efnið af skal sprauta CarPro Reload á alla fleti og þurrka af til að gefa góðann gljáa.

Hvert lag gefur um 1-2µm af varnarlagi.
Hægt er að bera fleiri en eina umferð af Cquartz á lakkið.

Ráðleggingar:

Gott er að geyma bílinn í hita eftir að búið er að bera Cquartz á bílinn, flýtir það fyrir hörðnun efninsins, stranglega bannað er að setja bílinn í sól ef ekki er búið að þurrka umfram magn efnisins af bílnum.
Haldið bílnum þurrum í allavega 1klst eftir að Cquartz er komið á bílnum, ráðlagt er að hafa bílinn þurran í 24klst fyrir hámarks endingu.
Ekki skal þvo bílinn með sápu fyrstu 7 daga eftir að Cquartz er sett á bílinn.
Litlu klútarnir sem fylgja með eru einnota, er það vegna hörðnunar eiginleika efnisins sem gerir klútin ónothæfann eftir fyrsta skiptið.
Henda þarf líka stærri klútnum, ekki nema hann sé þrifinn strax með sterkri sápu og heitu vatni.
Nota skal hanska þegar verið er að vinna með Cquartz.

8.900kr.12.490kr.

Vörur okkar eru til sölu hjá okkur í Dalshrauni 24.

Scroll to Top