HÁGÆÐA ALHLIÐA BÍLAÞRIFA ÞJÓNUSTA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hjá okkur færðu hágæða alhliða bílaþrif í Hafnarfirði, þar sem bíllinn þinn fær þá umhirðu sem hann á skilið. Við bjóðum upp á fjöldan allann af þjónustum, allt frá djúphreinsun og blettahreinsun að innan til mössunar og keramík húðunar að utan – til þess að verja bílinn þinn fyrir íslenskum aðstæðum og veðri.
HVAÐ ER INNIFALIÐ Í ALÞRIFUM?

Þrif að utan fela í sér að bíllinn er handþrifinn, felgur og dekk þrifin, og bíllinn handbónaður. Þrif að utan fela ekki einungis í sér þrif á lakkinu, heldur einnig púststútana, alla lista og merki.
Þrif að innan fela í sér vandlega ryksugun til að fjarlægja óhreinindi og rusl, hreinsun á mottum og gólfteppinu til að fjarlægja bletti og lykt, þrif á mælaborði og miðstöð, og þrif á rúðum. Leðurfletir eru einnig þrifnir og nærðir.

PAKKARNIR OKKAR

PAKKI 1
Starting at ($$$/Standard – $$$ Large)
- Lorem ipsum dolor si amet
- Lorem ipsum dolor si amet
*Pricing subject to change upon Inspection of the Vehicle
TIL HVERS AÐ KOMA MEÐ BÍLINN TIL OKKAR?
Verja og viðhalda lakkinu
Tjara, drulla og salt getur skemmt lakkið á bílnum ef það fær að liggja lengi á því. Þessvegna skiptir ekki bara máli að þrífa bílinn, heldur verja bílinn með bóni og/eða húðun.
Auka þægindi og útlit innréttingarinnar
Þrif að innan fjarlægja ryk, bletti og lykt sem myndast með tímanum. Regluleg ryksugun, djúphreinsun og þrif á áklæði, leðri og teppum skapar þægilegra og hreinlegra umhverfi fyrir ökumann og farþega.
Bæta öryggi og skyggni
Hreinar rúður, speglar og framljós bæta skyggni verulega, sem er nauðsynlegt fyrir allan akstur. Með alþrifum tryggjum við skyggnið sé gott í hvaða veðri sem er.
Koma í veg fyrir slit á innréttingunni
Regluleg umhirða innréttingar hjálpar til í að koma í veg fyrir slit á henni. Að næra leður kemur í veg fyrir að það springi og að þrífa plast og vínyl kemur í veg fyrir að það upplitist, sem tryggir að innréttingin haldist lengur eins og ný.
SPURT OG SVARAÐ
Hversu oft ættirðu að fara með bílinn í bílaþrif?
Við mælum með því að bílar fái alþrif að minnsta kosti einu sinni á ári, en best væri tvisvar á ári. Regluleg þrif eru mikilvæg til þess að viðhalda útliti og endursöluverði bílsins.
Getum við fjarlægt rispur og útlitsgalla?
Með bóni og mössun getum við fjarlægt minniháttar rispur og nudd en fyrir dýpri rispur þyrfti lakksprautun.
Get ég fengið þjónustu fyrir hvernig ökutæki sem er?
Já, þjónusturnar okkar eru í boði fyrir hvernig ökutæki sem er, hvort sem það eru bílar, jeppar, mótorhjól, eða jafnvel bátar.