PPF vs. Keramikhúðun – Hvor verndar bílinn þinn betur?
Tvær vinsælustu leiðir til að vernda lakkið eru lakkvarnarfilma (PPF) og keramikhúðun.
Báðar lausnir gera bílinn auðveldari í þrifum og viðhalda verðgildi hans, en þær vinna á ólíkan hátt.
Hér skoðum við helstu muninn og hjálpum þér að velja réttu leiðina – eða sameina þær fyrir hámarksvernd.
Hvað er lakkvarnarfilma (PPF)?
PPF er gagnsæ TPU-filma sem límist yfir lakkið og tekur við högginu – ver gegn steinkasti,
minniháttar rispum og sliti á álagsflötum. Góð PPF er með sjálf-læknandi topphúð sem rispur hverfa við hita/sól.
Hún er best á álagsflötum eins og framenda, speglum, þak og neðri partur á hurðum.
- Vörn gegn steinkasti og rispum
- Sjálf-læknandi yfirborð
- Hægt að velja glansandi eða matt útlit
- Hægt að filma staka panila eða allan bílinn
Hvað er keramikhúðun?
Keramikhúðun er fljótandi vörn sem herðir á lakkinu og myndar þétt, efnafræðilega bundið verndarlag.
Hún eykur gljáa, dregur úr festu óhreininda og gefur vatns-fráhrindandi áhrif þannig að vatn og drulla renna auðveldlega af.
Hún stoppar ekki steinkast eins og PPF, en auðveldar þrif og viðheldur gljáa.
- Djúpur gljái og skýrleiki
- Vatns og óhreinindafráhrinding
- Auðveldari þrif, minni hætta á smárispum við þrif
- Vörn gegn efnum og UV
Fljótur samanburður
Atriði | PPF | Keramikhúðun |
---|---|---|
Steinkast & högg | Frábær vörn | Lítil–engin vörn |
Rispumótstaða | Sjálf-læknandi topplag; felur smá rispurnar | Dregur úr smá rispum við þrif; ekki sjálf-læknandi |
Gljái & útlit | Gagnsær (gloss eða matt), getur jafnað appelsínuhúð | Mjög mikill gljái og dýpt |
Þrif & hydrophobic | Gott; má para með keramik fyrir topp árangur | Frábær vatns-fráhrinding og þrif |
Ending | 12 Ára ábyrgð – fer eftir umhirðu og pakka | 5 – 10 Ára ábyrgð – fer eftir vöru og umhirðu |
Kostnaður | Hærri (efnis- og vinnukostnaður) | Lægri en PPF (yfirleitt) |
Ath.: Besti árangur fæst oft þegar PPF er sett á álagssvæði og keramik lagt ofan á aðra fleti – eða yfir PPF.
Hvaða leið hentar þér?
Veldu PPF ef þú:
- Keyrir mikið á malbiki með lausagrjóti eða langkeyrir
- Vilt hámarks vörn á framenda/hliðar
- Vilt möguleika á mattri áferð eða „stealth“ look
Veldu Keramik ef þú:
- Leggur áherslu á gljáa og einföld þrif
- Vilt vernd gegn efnum, UV og óhreinindum
- Vilt hagkvæma uppfærslu sem lyftir útlitinu strax
Fullkomið combo
Vinsælasta lausnin hjá okkur er PPF á framenda og álagssvæði +
keramikhúðun á alla bílnum (þ.m.t. yfir PPF). Þannig færðu bæði vörn
og hámarks vatns-fráhrindandi áhrif með dásamlegum gljáa.
Umhirða og viðhald
- Reglulegur handþvottur með pH-hlutlausri sápu; forðastu harða bursta
- Forðastu háþrýsti mjög nálægt köntum á PPF
- Fjarlægðu fuglaskít og flugur sem fyrst til að forða blettum
- Endurlífgandi overcoat/viðhald (ef við á) heldur áhrifum lengur
Algengar spurningar
Get ég sett keramik yfir PPF?
Já – það eykur vatns-fráhrindingu og þrif á filmunni og gerir útlitið enn hreinna.
Breytir PPF útliti bílsins?
Gott glans-PPF er nánast ósýnileg og jafnar oft appelsínuhúð. Einnig er til falleg matt útgáfa.
Ver keramik gegn steinkasti?
Keramikhúðun ver gegn efnum/UV og dregur úr festu óhreininda – en stöðvar ekki steinkast eins og PPF.
Hversu lengi endist þetta?
Fer eftir vöru og umhirðu. Við förum yfir valkosti, ábyrgðir og viðhald með þér fyrirfram.
Tilbúin(n) að vernda bílinn?
Bókaðu ráðgjöf – Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf til að hjálpa þér að ákvarða hvaða lausn hentar best fyrir bílinn þinn. Með ráðgjöf okkar færðu upplýsingar um:
Ávinning keramik húðunar og PPF: Við útskýrum hvernig þessar verndarlausnir geta aukið líftíma og útlit bílsins þíns, verndað hann gegn steinsnum, rispum og óhreinindum.
Þessi ókeypis ráðgjöf er einstakt tækifæri fyrir þig til að taka upplýsta ákvörðun um vörn fyrir bílinn þinn og tryggja að hann fái þá vernd sem hann þarf á að halda.
Þú færð heiðarlega ráðgjöf og faglega uppsetningu.
bonsvitan@bonsvitan.is